Timbur
Gegnheilir plankar
Teikningar
Samlimdir plankar
Skilalýsing
Stafaparket
Myndir
Myndir

 

Stafaparket gólfin okkar eru framleidd undir merkinu REAL FLOOR. Framleidd í stærðunum 16 x 68 x 408 mm og 16 x 68 mm í fallandi lengdum frá 200 mm upp í 2200 mm. Viðartegundir: eik og askur, í tveimur flokkum; natur/rustik og valið. Framleiðsla okkar er seld í Skandinavíu, Eystrasaltslöndunum, Finnlandi og á Íslandi.

Stafaparketið okkar fæst aðeins í sérverslunum þar sem starfsfólk hefur sérþekkingu á gegnheilum viðargólfum.

 
 
         
Höfði, móttökuhús Reykjavíkurborgar
     
Þjónustuskáli Alþingis

Gólfhiti
Við ráðleggjum að nota 16 mm REAL PLANK gólfin eða GRAND PLY gólfin þar sem hiti er í gólfum. Allar sömu reglur gilda þar sem gólfhiti er og við venjuleg gólf. Mjög mikilvægt er að hitinn í gólfunum áður en plankarnir eru lagðir sé og hafi verið a.m.k. 6 vikur sá sami og á að vera í húsinu eftir að flutt er inn. Hitinn í gólfunum skal vera stilltur þannig að hann far aldrei upp fyrir 28 °C. Einum sólahring áður en leggja skal gólfið skal slökkva á gólfhitanum eða lækka niður í 20-22 °C. Gæta þarf þess þó ef um vetrartíma er að ræða að hafa annan hitagjafa á meðan þannig að lofthitinn fari ekki niður fyrir 18°C meðan á gólflögninni stendur.

 

Hringið eða sendið okkur efnislista með tölvupósti og við reiknum íslenskt verð ásamt áætluðum flutningskostnaði